Háskólinn á Akureyri lýkur þriðja og fjórða skrefi á einu bretti

Það er heldur betur gangur í umhverfismálum hjá ríkisstofnunum þessi dægrin og í dag steig Háskólinn á Akureyri þriðja og fjórða skrefið í einu með glæsibrag.

Í Háskólanum á Akureyri er metnaðarfullt umhverfisráð, skipað bæði starfsfólki og nemendum, sem heldur utan um umhverfismál í skólanum. Ráðið gaf út þetta fróðlega og skemmtilega myndband nýlega, þar sem greint er frá aðgerðum ráðsins, m.a. þeim sem falla undir Grænu skrefin.

Við hvetjum sérstaklega fulltrúa annarra stofnana til að horfa á myndbandið. Eitt markmið Grænu skrefanna er að stofnanir deili fróðleik og reynslu við innleiðingu skrefanna, og Háskólinn á Akureyri leggur sannarlega sitt af mörkum með myndbandinu. Við þökkum HA kærlega fyrir það og óskum þeim innilega til hamingju með skref 3 og 4.