Sýslumaðurinn á Vesturlandi stígur annað skrefið

Á dögunum steig embætti Sýslumannsins á Vesturlandi annað Græna skrefið. Við óskum þeim kærlega til hamingju með flottan árangur!

Til að ljúka öðru skrefinu kláruðu starfsmenn Sýslumannsins á Vesturlandi meðal annars að skila Grænu bókhaldi sem gaf þeim áætlun af losun gróðurhúsalofttegunda sem verður vegna þeirra starfsemi. Í kjölfarið settu þau sér loftslagsstefnu með mælanlegu markmiði um 40% samdrátt í losun vegna reksturs embættisins fyrir árið 2030 miðað við árið 2020. Samhliða þessu lögðust þau í ýmis konar umbætur til þess að gera reksturinn umhverfisvænni svo sem innkaupagreiningu og bætta flokkunaraðstöðu.

Við óskum þeim aftur til hamingju og hlökkum til að sjá þau stíga næstu skref!

Hér má sjá starfsmenn Sýslumannsins á Vesturlandi fagna áfanganum