Hjálpargögn við gerð loftslagsstefnu

Samkvæmt lögum um loftslagsmál ber öllum ríkisaðilum að setja sér loftslagsstefnu fyrir árslok 2021. Stefnan skal innihalda skilgreind markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun starfseminnar ásamt aðgerðum svo að þeim markmiðum verði náð. Tilgangur loftslagsstefnu er að auðvelda ríkisaðilum að draga markvisst úr áhrifum vegna losunar gróðurhúsalofttegunda af starfsemi sinni og vera til fyrirmyndar með því að hafa bein og óbein áhrif á loftslagsskuldbindingar Íslands.

Til að auðvelda þátttakendum Grænna skrefa þá vinnu kynna Grænu skrefin til leiks tvö ný hjálpargögn við gerð loftslagsstefnu.

Annars vegar er um að ræða aðgerðabanka sem hefur að geyma dæmi um aðgerðir sem stofnanir geta valið úr og skiptast þær eftir losunarþáttum. Aðgerðabankanum er ætlað að vera lifandi og munu starfsmenn Grænna skrefa bæta við nýjum aðgerðum þegar ríkisaðilar senda inn sínar aðgerðaáætlanir með frumlegum aðgerðum sem geta nýst öðrum. Við hvetjum ríkisaðila til að hugsa um sína kjarnastarfsemi og hverjir eru ykkar helstu losunarvaldar því þar getið þið haft mest áhrif.

Hins vegar er um að ræða excel skjal sem auðveldar stofnunum að nýta niðurstöður Græns bókhalds til þess að sjá hversu mikill samdráttur er nauðsynlegur í hverjum losunarþætti fyrir sig svo að heildarmarkmiði í samdrætti losunar gróðurhúsalofttegunda sé náð. Þessu skjali eru ætlað að hjálpa ykkur að setja ykkur raunhæf samdráttarmarkmið, en þið þurfið ekki að skila því inn til Umhverfisstofnunar

Við vonum að nýju hjálpargögnin nýtist ykkur vel! Þau má nálgast undir ítarefni vinnugagna.

Hér má horfa á upptöku af kynningarfundinum.