Ruslaplokkarar í ME

Menntaskólinn á Egilsstöðum stígur 3. og 4. skrefið!

Við óskum Menntaskólanum á Egilsstöðum til hamingju með að hafa stigið þriðja og fjórða Græna skrefið í september. Það er vel við hæfi að skólinn hlaut skrefin í upphafi Virðingarviku, en dagskrá vikunnar samanstóð meðal annars af vígslu á nýju reiðhjólaskýli og rafhleðslustæði, sem og kynningu á samgöngusamning og samgöngupott fyrir starfsfólk og nemendur.

Skólinn hlaut fyrsta og annað skrefið árið 2020 og hefur því þotið í gegnum Grænu skrefin, með aðeins eitt skref eftir.

Á myndinni má sjá öfluga nemendur í útiáfanga sem hjóluðu og tíndu rusl við Höfðavatn, sem er nokkra kílómetra fyrir utan Egilsstaði.