Entries by gre

Landgræðsla ríkisins viðurkennd fyrir fyrsta Græna skrefið

Landgræðsla ríkisins er nú komin með fyrsta Græna skrefið en það var mjög gaman að koma í heimsókn til þeirra í Gunnarsholt. Græna teymið þeirra var með margar skemmtilegar útfærslur að því hvernig unnið er að málum. Þau t.d. máluðu sjálf á könnurnar sínar til að minnka uppvask, gerðu flottar merkingar fyrir úrgangsflokkana sína (sjá […]

Græn góð ráð um jól og áramót

Það er ansi margt sem við getum gert til að gera jólahaldið okkar aðeins umhverfisvænna. Er stofnunin t.d. að gefa starfsmönnum upplifun í gjöf í stað hluta? Er stofnunin að gefa út rafrænt jólakort? Eru keypt umhverfisvottuð kerti? Hægt er að kaupa umhverfisvottaðan jólapappír eða nota frumlegar aðrar leiðir til að pakka inn jólagjöfunum. Á […]

HVE fyrsta heilbrigðisstofnunin komin með Græn skref

Heilbrigðisstofnun Vesturlands; starfsstöðvar í Borgarnesi, Grundarfirði, Ólafsvík og Stykkishólmi fengu á dögunum allar viðurkenningu fyrir fyrstu tvö Grænu skrefin. Þau eru öll vel að þessari viðurkenningu komin enda á umhverfisvænn hugsanaháttur sér langa sögu á Snæfellsnesi og Vesturlandi. Töluvert er síðan stofnanirnar fóru að vinna að umhverfisvænni starfsháttum og er gengið oft langt í hvers kyns nýtni. Dæmi […]

Vínbúðin á Stykkishólmi komin með tvö Græn skref

Í nýafstaðinni ferð á Vesturland fékk Vínbúðin á Stykkishólmi viðurkenningu fyrir tvö Græn skref. Erlu Lárusdóttur fannst þetta lítið mál enda hefur búðin lengi unnið að því að flokka allt sorp og nýta allt vel sem til fellur. Má þá nefna að gamlir reikningar sem ekki þarf að geyma lengur eru notaðir aftur í útprentun […]

Landmælingar Íslands læra að elda úr öllu

Búið er að draga úr hópi þátttakenda í Grænum skrefum og voru það Landmælingar Íslands sem fá að læra allt um það hvernig á að elda og nýta matvæli rétt. Það er afar mikilvægt að við reynum að minnka matarsóun eins og hægt er en af matvælaframleiðslu verða gríðarmikil umhverfisáhrif við framleiðslu, flutning og sölu […]

Nýtnivikan 2015 – Nýtum og njótum

Nýtnivikan er samevrópskt átak stendur yfir þessa vikuna (21. – 29. nóvember) en markmið vikunnar er að draga úr myndun úrgangs og hvetja fólk til að nýta hluti betur. Mismunandi þemu eru síðan tengd vikunni og í ár er það „að draga úr efnihyggju – að gera meira úr minna“. Margt skemmtilegt er í boði þessa […]

Minnkum notkun á einnota plasti

Plast er orðið nær órjúfanlegur hluti af daglegu lífi okkar og því miður er stór hluti þess oft á tíðum einnota t.d. plastpokar og umbúðir utanum matvæli. Minnkum notkun óþarfa einnota plasts með því t.d. að nota fjölnota eða lífræna poka og veljum frekar vörur sem pakkað er inn í annars konar umbúðir s.s. pappír. […]

Tvö Græn skref hjá Vínbúðinni Heiðrúnu

Nú hefur Vínbúðin Heiðrún lokið tveimur Grænum skrefum og vilja ólm halda áfram með næstu skref 🙂 Þau taka flokkun úrgangs mjög alvarlega og hafa nú fjarlægt tunnu fyrir almennt sorp úr kaffistofunni og flokka t.d. sérstaklega plastið innan úr strimlarúllunum.

Ríkiskaup með sitt fyrsta Græna skref

Á ráðstefnu Ríkiskaupa þar sem áherslan var lögð á vistvæn opinber innkaup hlaut Ríkiskaup viðurkenningu fyrir sitt fyrsta Græna skref. Þau eru vel að skrefinu komin enda þekkja mikilvægi græns reksturs vel. Til hamingju Ríkiskaup 🙂

Morgunverðarfundur Grænna skrefa

Árlegi fundur þátttakenda í verkefninu var haldinn í dag með mikið af áhugaverðum erindum. Fundurinn er haldinn einu sinni á ári til að þátttakendur geti hist og séð hvað aðrir eru að gera, spurt spurninga sem og að hvetja starfsfólk áfram í vinnu sinni að umhverfismálum.  Erindin eru hér: Hólmfríður Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri Grænna skrefa Baldur […]