Vínbúðin á Stykkishólmi komin með tvö Græn skref

Í nýafstaðinni ferð á Vesturland fékk Vínbúðin á Stykkishólmi viðurkenningu fyrir tvö Græn skref. Erlu Lárusdóttur fannst þetta lítið mál enda hefur búðin lengi unnið að því að flokka allt sorp og nýta allt vel sem til fellur. Má þá nefna að gamlir reikningar sem ekki þarf að geyma lengur eru notaðir aftur í útprentun og stórir ruslapokar eru oft fengnir notaðir frá öðru fyrirtæki í bænum. Innilega til hamingju með árangurinn og flott starf í þágu umhverfismála 🙂