Minnkum notkun á einnota plasti

Plast er orðið nær órjúfanlegur hluti af daglegu lífi okkar og því miður er stór hluti þess oft á tíðum einnota t.d. plastpokar og umbúðir utanum matvæli. Minnkum notkun óþarfa einnota plasts með því t.d. að nota fjölnota eða lífræna poka og veljum frekar vörur sem pakkað er inn í annars konar umbúðir s.s. pappír. Þá má benda á að hver plastpoki er að meðaltali aðeins notaður í 25 mínútur og 2 kg af olíu þarf til að framleiða 1 kg af plasti. Alveg ótrúlegt að eyða allri þessari dýru olíuauðlind okkar í einnota hluti.