Græn góð ráð um jól og áramót

Það er ansi margt sem við getum gert til að gera jólahaldið okkar aðeins umhverfisvænna. Er stofnunin t.d. að gefa starfsmönnum upplifun í gjöf í stað hluta? Er stofnunin að gefa út rafrænt jólakort? Eru keypt umhverfisvottuð kerti? Hægt er að kaupa umhverfisvottaðan jólapappír eða nota frumlegar aðrar leiðir til að pakka inn jólagjöfunum. Á vef Umhverfisstofnunar eru ýmis góð ráð fyrir alla þegar huga þarf að umhverfisvænu jólahaldi.