Landmælingar Íslands læra að elda úr öllu

Búið er að draga úr hópi þátttakenda í Grænum skrefum og voru það Landmælingar Íslands sem fá að læra allt um það hvernig á að elda og nýta matvæli rétt. Það er afar mikilvægt að við reynum að minnka matarsóun eins og hægt er en af matvælaframleiðslu verða gríðarmikil umhverfisáhrif við framleiðslu, flutning og sölu á matvælum og svo það sem við hendum frá heimilum okkar. Kvenfélagasamband Íslands býður upp á námskeiðin „eldað úr öllu“ sem við hvetjum stofnanir til að bjóða starfsmönnum sínum uppá. Til hamingju LMÍ!