Entries by gre

Isavia, Reykjavík flugturn og fræðslumiðstöð fengu skref 2

Starfsstöð Isavia, Reykjavík flugturn og fræðslumiðstöð hafa lokið 2 Græna skrefinu. Ekki nóg með að fá viðurkenningu Grænna skrefa þá fékk starfsstöðin líka viðurkenningu frá Isavia fyrir að vera fyrsta starfsstöðin til að innleiða skref 2. Þau eru ákveðin í að vinna þetta hratt og vel og eru strax byrjuð að skoða þriðja skrefið. Til […]

Flugstjórnarmiðstöð Isavia komin með fyrsta Græna skrefið

Nú er flugstjórnarmiðstöð Isavia búin að næla sér í viðurkenningu Grænna skrefa. Á myndinni eru Hrönn Ingólfsdóttir, Helga R. Eyjólfsdóttir, Rúnar Guðbrandsson, Hólmfríður Þorsteinsdóttir og Þórdís Sigurðardóttir. Innilega til hamingju með frábæran árangur 🙂

Minnkum lífrænan úrgang – setjum kaffikorginn í beðin

Í stað þess að henda kaffikorginum í ruslið eða láta hann fara með lífræna hlutanum í moltugerð, af hverju ekki að nota þetta gæðaefni beint í garðinn og á pottaplönturnar? Þá er hægt að safna kaffikorgi sérstaklega og bjóða starfsfólki að taka hann með sér heim fyrir garðinn.Kaffikorgurinn hjálpar til við að halda raka í jarðveginum svo […]

Fjórar starfsstöðvar UST fengu viðurkenningu

Á ársfundi Umhverfisstofnunar 29. apríl s.l., afhenti Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra fjórum starfsstöðvum Umhverfisstofnunar viðurkenningu Grænna skrefa. Fulltrúar starfsstöðvanna tóku við viðurkenningunum (frá vinstri) Þórdís Vilhelmína Bragadóttir frá Vestmannaeyjum (3 Græn skref), Birna Reynisdóttir frá Þjóðgarðinum Snæfellsjökli (5 Græn skref), Jón Smári Jónsson frá Ísafirði (5 Græn skref)  og Jóhann G. Gunnarsson frá Egilsstöðum (5 […]

Sjálfbærniskýrsla Harvard háskóla komin út

Grænu skrefin koma upprunalega frá Harvard háskóla og því er upplagt að fylgjast vel með þeirra vinnu við umhverfismál. Nú er sjálfbærniskýrslan fyrir árið 2015 komin út en háskólinn hefur sett sér háleit markmið um að draga úr t.d. losun gróðurhúsalofttegunda, minnka notkun vatns, minnka úrgang og fleiri þætti. Þá kemur fram að þrátt fyrir að […]

Allar starfsstöðvar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands hafa lokið fyrstu skrefunum

Heilbrigðisstofnun Vesturlands er fyrsta heilbrigðisstofnunin sem lýkur fyrstu Grænu skrefunum. Áður höfðu Stykkishólmur, Borgarnes, Ólafsvík og Grundarfjörður fengið viðurkenningar fyrir fyrstu tvö skrefin en í dag bættust við Búðardalur, Hólmavík með tvö Græn skref og Akranes og Hvammstangi með fyrsta Græna skrefið. HVE er búin að vera að vinna að umhverfismálum síðan 2012 og ná […]

Háskóli Íslands hefur bæst við hópinn

Enn fjölgar þátttakendum í Grænu skrefunum sem er mikið gleðiefni. Háskóli Íslands hefur nú skráð sig til þátttöku en um afar stóran vinnustað er að ræða, eina 1600 starfsmenn og um 13.000 nemendur. Við hlökkum til samvinnu við Háskólann og bjóðum hann velkominn í verkefnið 🙂

Óþarfa einnota drykkjarmál

Í fyrsta Græna skrefinu er gerð krafa um að stofnanir kaupi ekki og noti einnota drykkjarmál eða borðbúnað. Í einhverjum tilfellum þó getur verið að annað sé ekki hægt en almennt eigum við að forðast það að kaupa einnota hluti, sem gera ekkert annað en að auka úrgangsmyndun og nýtingu á þegar ofnýttum auðlindum okkar. […]