Fjórar starfsstöðvar UST fengu viðurkenningu

Á ársfundi Umhverfisstofnunar 29. apríl s.l., afhenti Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra fjórum starfsstöðvum Umhverfisstofnunar viðurkenningu Grænna skrefa. Fulltrúar starfsstöðvanna tóku við viðurkenningunum (frá vinstri) Þórdís Vilhelmína Bragadóttir frá Vestmannaeyjum (3 Græn skref), Birna Reynisdóttir frá Þjóðgarðinum Snæfellsjökli (5 Græn skref), Jón Smári Jónsson frá Ísafirði (5 Græn skref)  og Jóhann G. Gunnarsson frá Egilsstöðum (5 Græn skref).