Allar starfsstöðvar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands hafa lokið fyrstu skrefunum

Heilbrigðisstofnun Vesturlands er fyrsta heilbrigðisstofnunin sem lýkur fyrstu Grænu skrefunum. Áður höfðu Stykkishólmur, Borgarnes, Ólafsvík og Grundarfjörður fengið viðurkenningar fyrir fyrstu tvö skrefin en í dag bættust við Búðardalur, Hólmavík með tvö Græn skref og Akranes og Hvammstangi með fyrsta Græna skrefið. HVE er búin að vera að vinna að umhverfismálum síðan 2012 og ná síðan þessum áfangasigri í dag með öllum sínum átta starfsstöðvum. Það er mikill áhugi og hugur í starfsfólki sem stendur sig afar vel í þessum málaflokki. Innilega til hamingju 🙂

Á móti viðurkenningunum tóku tengiliðir hverrar starfsstöðvar við verkefnið: Frá vinstri:

Sigríður Guðmundsdóttir- Akranesi, Sólveig Halldórsdóttir – Hólmavík, Kristín G. Ólafsdóttir – Búðardal og Birgir Jónsson – Hvammstanga