Háskóli Íslands hefur bæst við hópinn

Enn fjölgar þátttakendum í Grænu skrefunum sem er mikið gleðiefni. Háskóli Íslands hefur nú skráð sig til þátttöku en um afar stóran vinnustað er að ræða, eina 1600 starfsmenn og um 13.000 nemendur. Við hlökkum til samvinnu við Háskólann og bjóðum hann velkominn í verkefnið 🙂