Óþarfa einnota drykkjarmál

Í fyrsta Græna skrefinu er gerð krafa um að stofnanir kaupi ekki og noti einnota drykkjarmál eða borðbúnað. Í einhverjum tilfellum þó getur verið að annað sé ekki hægt en almennt eigum við að forðast það að kaupa einnota hluti, sem gera ekkert annað en að auka úrgangsmyndun og nýtingu á þegar ofnýttum auðlindum okkar. Flestar stofnanir hafa postulínsmál en nokkrar hafa gert skemmtilegar útfærslur af könnunum sínum. Til dæmis lét Isavia lét útbúa könnur með mismunandi tilvísunum um umhverfismál og starfsfólk Landgræðslunnar málaði sjálft á sínar könnur og merkti starfsmönnum, þannig er hver með sína eigin persónulegu könnu.