Entries by gre

Framkvæmasýslan með sitt fyrsta skref

Framkvæmdasýsla ríkisins var að fá afhenta viðurkenningu fyrir fyrsta Græna skrefið. Þau eru vel að þessari viðurkenningu komin enda umhverfismál orðin nokkuð rótgróin hjá þeim og breytingarnar voru í þetta sinn frekar litlar.

Viðtal á Hringbraut

Hvað er grænt bókhald og Græn skref í ríkisrekstri spyr Linda Blöndal, Hólmfríði Þorsteinsdóttur verkefnisstjóra. Viðtalið byrjar á mín 17:40 fyrir þá sem hafa áhuga.

Nánast hægt að flokka allt

Starfsmenn hjá Framkvæmdasýslu ríkisins vita nánast ekki hvað almennt sorp er, enda fellur nánast ekkert slíkt til hjá þeim. Þar er nánast allt flokkað enda er almenna sorpið í pínulítilli fötu. 

5 skrefið hjá Náttúrufræðistofnun

Til hamingju Náttúrufræðistofnun Íslands með fimmta og síðasta Græna skrefið! Stofnunin hefur unnið ötullega að því að innleiða verkefnið og draga úr umhverfisáhrifum um nokkurn tíma. Stofnunin er í húsnæði sem er með BREEAM vottun, leggur mikla áherslu á góða nýtingu hluta og endurnotkun. Auk þessa hafa þau bætt sig ár frá ári við að […]

Úttektir hjá Skógræktinni

Grænu skrefin voru í heimsókn hjá Skógræktinni í Þjórsárdal og þar hefur sveitarfélagið (Skeiða- og Gnúpverjahreppur) komið með frábæra lausn á því að losa lífrænan úrgang frá íbúum. Í sveitarfélaginu eru margir bændur og því oft erfiðarar um vik að sækja margar mismunandi flokkunartunnur heim á bæi. Þá ákvað sveitarfélagið að grafa niður hólka með loki […]

ÍSOR eru komin með 2 Græn skref

Innilega til hamingju með árangurinn. ÍSOR hefur unnið vel að innleiðingu skrefanna síðustu misseri og fengu fyrsta skrefið afhent í janúar. Nú stefna þau á þriðja skrefið strax í haust. Meðal þess sem þau hafa gert er nú nýverið settu þau upp aðgangsstýringu á prentarana og finna strax mikinn mun í útprentun efnis. Við hlökkum […]

Fræðsluefni um matarsóun

Matarsóun getur haft gríðarlega mikil og fjölþætt umhverfisáhrif. Sóun á matvælum verður til á öllum stigum virðiskeðjunnar s.s. í framleiðslu, flutningi, sölu og á heimilum. Losun gróðurhúsalofttegunda vegna matarsóunar á Íslandi er talin vera um 5% af heildarlosun sem íslensk stjórnvöld eru ábyrg fyrir, það munar því um minna þegar við eigum að draga úr […]

Samgöngusamningar skipta máli

Í baráttunni við loftslagsbreytingar þurfum við Íslendingar að draga úr losun um 40% og þar vega mest vegasamgöngur. Því skiptir mestu máli að við reynum að draga úr losun eins og hægt er þegar kemur að samgöngum. Samgöngusamningar virka sem hvatning til starfsmanna um að koma með umhverfisvænni hætti til og frá vinnu og geta […]

Vilt þú vita um hvað Grænu skrefin eru?

Þann 17. maí var haldinn kynningarfundur um verkefnið Græn skref í ríkisrekstri en þar var farið yfir tilurð, markmið og framkvæmd Grænna skrefa og græns bókhalds sem og tengsl þeirra við losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum skoðuð. Hægt er að horfa á kynninguna hér. 

Hjólavottun vinnustaða

Verkefnið Hjólavottun vinnustaða veitti nokkrum ríkisstofnunum vottun sína fyrir bætta aðstöðu fyrir reiðhjól viðskiptavina og samgöngustefnu fyrirtækja. Það var gaman að sjá að mörg ráðuneyti voru með í þessari lotu s.s. Forsætis-, efnahags- og fjármála-, utanríkis, umhverfis- og auðlinda-, atvinnu- og nýsköpunar, dómsmála-, samgöngu- og sveitarstjórnar-, mennta- og menningarmálaráðuneytið. Einnig fengu Orkustofnun, Samgöngustofa og Seðlabanki Íslands […]

5 skref hjá Vínbúðinni á Húsavík

Jæja þar kom að því að 51 Vínbúðin fengi úttekt og afhenta viðurkenningu fyrir öll fimm Grænu skrefin. Nú eru allar Vínbúðirnar komnar með öll Grænu skrefin sem og höfuðstöðvar ÁTVR. Innilega til hamingju með frábæran árangur! 

Flokkunarmerkingar fyrir alla

Við létum gera þessar flokkunarmerkingar, sem byggja á grunni frá Landsspítalanum og með þeirra leyfi. Einhverjum finnst flokkun frekar flókin og þá hjálpar ekki að margar mismunandi tegundir af merkingum eru til. Þessar merkingar standa ykkur því til boða og við hvetjum ykkur til að nota þær.