Úttektir hjá Skógræktinni

Grænu skrefin voru í heimsókn hjá Skógræktinni í Þjórsárdal og þar hefur sveitarfélagið (Skeiða- og Gnúpverjahreppur) komið með frábæra lausn á því að losa lífrænan úrgang frá íbúum. Í sveitarfélaginu eru margir bændur og því oft erfiðarar um vik að sækja margar mismunandi flokkunartunnur heim á bæi. Þá ákvað sveitarfélagið að grafa niður hólka með loki sem fólk setur lífrænan úrgang í. Þegar holan er full er grafin önnur hola á öðrum stað og hólkurinn settur þar ofan í. Þar sem garðar eru stórir eða landpláss mikið þar getur þetta verið mjög hentug lausn og þar sem ekki er verið að sækjast eftir moltunni þá þarf ekkert að hugsa um holuna. Það verður gaman að fylgjast með þessari lausn hjá sveitarfélaginu í framtíðinni.