5 skrefið hjá Náttúrufræðistofnun

Til hamingju Náttúrufræðistofnun Íslands með fimmta og síðasta Græna skrefið! Stofnunin hefur unnið ötullega að því að innleiða verkefnið og draga úr umhverfisáhrifum um nokkurn tíma. Stofnunin er í húsnæði sem er með BREEAM vottun, leggur mikla áherslu á góða nýtingu hluta og endurnotkun. Auk þessa hafa þau bætt sig ár frá ári við að flokka úrganginn en árið 2017 fór 75% af úrganginum í endurvinnslu. Þar með er Náttúrufræðistofnun með þriðja besta árangur í flokkun meðal þeirra stofnana sem skila grænu bókhaldi. Þau hafa nú sett sér enn metnaðarfyllra markmið fyrir þetta ár. Vel gert!