Fræðsluefni um matarsóun

Matarsóun getur haft gríðarlega mikil og fjölþætt umhverfisáhrif. Sóun á matvælum verður til á öllum stigum virðiskeðjunnar s.s. í framleiðslu, flutningi, sölu og á heimilum. Losun gróðurhúsalofttegunda vegna matarsóunar á Íslandi er talin vera um 5% af heildarlosun sem íslensk stjórnvöld eru ábyrg fyrir, það munar því um minna þegar við eigum að draga úr losun um 40% á næstu 12 árum. Umhverfisstofnun lét gera kynningarefni um matarsóun sem hægt er að nýta til margskonar kynningar – endilega notið 🙂