Fyrsta lögregluembættið sem stígur Grænt skref

Embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra fékk í desember 2019 afhenta viðurkenningu fyrir að hafa lokið innleiðingu á fyrsta Græna skrefinu – fyrst allra lögregluembætta. Allar lögreglustöðvar embættisins taka þátt í verkefninu af fullum krafti, en þær eru staðsettar á Akureyri, Dalvík, Húsavík, Siglufirði og Þórshöfn. Mikill hugur er í starfsfólki embættisins og metnaður til að gera vel í umhverfismálunum. Skilvirkri úrgangsflokkun hefur verið komið upp á öllum stöðvum og leiðbeiningar eru vel sýnilegar starfsmönnum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Einnig hafa innkaup á ræsti- og hreinsiefnum verið tekin í gegn og umhverfisvottaðar vörur keyptar inn eins og hægt er. Þið eruð frábærar fyrirmyndir fyrir önnur lögregluembætti sem við hvetjum að sjálfsögðu til að skrá sig til leiks. Til hamingju með árangurinn! Sjá frétt RÚV um málið.

Grnu skrefin Akureyri

Lögreglustöðin á Akureyri

Siglufjrur Grn skref

Lögreglustöðin á Siglufirði

Dalvk Grn skref

Lögreglustöðin á Dalvík

Grn skref Hsavk

Lögreglustöðin á Húsavík