Ný útgáfa af grænu bókhaldi

Nú er uppfært excel skjal græna bókhaldsins niðurhalanlegt undir liðnum Grænt bókhald hér á heimasíðunni. Helstu nýmæli eru að hægt er að reikna út losun gróðurhúsalofttegunda frá fleiri þáttum og gerðar voru ýmsar uppfærslur, ítarlegri leiðbeiningar og losunarstuðlar uppfærðir.

Gagnagátt græns bókhalds fór í loftið í fyrra og er henni ætlað að leysa af hólmi excel skjalið góða. Nokkrir hnökrar hafa þó verið á gáttinni og er verið að vinna í lagfæringum á henni þessa dagana. Við biðjum þátttakendur því að skila græna bókhaldinu ekki inn fyrr en Gagnagáttin verður komin í lag. Síðasti skiladagur græns bókhalds vegna ársins 2019 er 1. apríl næstkomandi.

En þurfum við að nota excel skjalið þegar Gagnagáttin er tilbúin? Nei, mögulegt er að skrá græna bókhaldið beint inn í Gagnagátt Umhverfisstofnunar. Excel skjalið nýtist sem vinnuskjal og veitir möguleika á að skrá hjá sér forsendur og aðrar upplýsingar auk þess sem hægt er að bæta við þáttum. Neðst á þessari síðu eru leiðbeiningarmyndbönd um hvernig nota skal excel skjalið og hér er kynning á græna bókhaldinu frá árinu 2018.

gb4utg