Vegagerðin á fullri ferð

Vegagerðin keyrir Grænu skrefin áfram af öryggi! Í desember sem leið hlaut þjónustustöðin á Akureyri viðurkenningu fyrir skref 2. og 3. og þjónustustöðin á Sauðárkróki fyrir að ljúka öðru skrefinu. Sóley Jónasdóttir fulltrúi grænna skrefa hjá Vegagerðinni á Norðursvæði heldur vel utan um verkefnið og hvetur starfsfólkið til dáða og heldur öllum vel upplýstum. Við umsjónarmenn verkefnisins sjáum hvað slíkt utanumhald er mikilvægt því það er í mörg horn að líta í umhverfismálunum.

Friðrikka Jóhanna Hansen sá svo um að innleiða fyrsta græna skrefið á starfsstöðinni í Hafnarfirði. Starfsfólkið var kampakátt með nýjar og grænar áherslur á vinnustaðnum og allir að vanda sig að flokka. Skellt var í dýrindisköku og auðvitað græn vínber í tilefni áfangans nú í síðustu viku.

Óskum þessum flotta hóp til hamingju með skrefin og hlökkum til áframhaldandi samstarfs!

Vegagerdin Saud Vottun 3

Þjónustöðin á Akureyri: frá hægri á myndinni er Leonard Birgisson, Sóley Jónasdóttir fulltrúi grænna skrefa hjá Vegagerðinni á Norðursvæði, Steinunn Karlsdóttir fh. UST, Jón Helgi Helgason og Grétar Ásgeirsson hjá Vegagerðinni.

Vegagerdin Saud Vottun 3

Þjónustustöðin á Sauðárkróki: á myndinni má sjá frá vinstri; Pál Valdimar Kolka Jónsson verkefnastjóra á gæðadeild og Sóleyju Jónasdóttur fulltrúa Grænna skrefa á Norðursvæði afhenda starfsmönnum Vegagerðarinnar á Sauðárkróki staðfestingu á frábærum árangri þeirra. Starfsmenn stöðvarinnar eru: Haraldur Sigurðsson verkstjóri, Skúli Halldórsson verkstjóri, Hallfríður Guðleifsdóttir aðalféhirðir, Erla Valgarðsdóttir aðalféhirðir og Ævar Jóhannsson vélamaður.

Vegagerdin Hafnarfjordur 1 skref afhending

Þjónustustöðin í Hafnarfirði: Friðrikka Jóhanna Hansen tók við viðurkenningunni, en hún hefur séð um innleiðingu á verkefninu á starsstöðinni á Hringhellu í Hafnarfirðinum ásamt þessum góða hópi starfsmanna sem hafa tekið höndum saman um grænu skrefin.

Vegagerdin Hafnarfjordur 1 skref