HMS með sitt fyrsta Græna skref

Birgitta Steingrímsdóttir frá Umhverfisstofnun, Hermann Jónasson forstjóri HMS og Þóra Margrét Þorgeirsdóttir í umhverfisteymi HMS.

Starfsstöðvar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) í Borgartúni og á Sauðárkróki fengu í dag afhenta viðurkenningu fyrir að hafa stigið fyrsta Græna skrefið. HMS tók til starfa nú í ársbyrjun við sameiningu Mannvirkjastofnunar og Íbúðarlánasjóðs. Stuttu síðar skráði hin nýja stofnun sig til leiks í Grænu skrefin og ekki leið langur tími þar til aðgerðir fyrsta skrefs höfðu verið uppfylltar. Í framtíðarsýn HMS kemur fram að stofnunin vilji stuðla að því að vistspor frá byggingariðnaðaðinum verði minnkað og mun reynslan úr Grænu skrefunum vafalaust nýtast starfsfólki í þeirri vegferð.

Til hamingju með árangurinn og gangi ykkur sem allra best með framhaldið!

Umhverfisteymi HMS á Sauðárkróki.