Héraðssaksóknari með sitt 2. Græna skref

Embætti Héraðssaksóknara fékk á dögunum viðurkenningu fyrir 2. Græna skrefið. Meðal þeirra verkefna unnið hefur verið að undanfarið er efling hjólreiðamenningar en starfsmenn tóku m.a. þátt í Hjólað í vinnuna nú í vor og fékk embættið bronsvottun Hjólafærni í júníbyrjun. Héraðssaksóknari var ein þeirra stofnana sem skilaði inn Grænu bókhaldi í ár og setti sér metnaðarfull markmið fyrir næsta ár þegar kemur að umhverfismálunum.

Til hamingju með áfangann og gangi ykkur vel með framhaldið!