Upptaka og glærur frá Vorfundi

Vorfundur Grænna skrefa fór fram á Teams þann 20. maí síðastliðinn. Þátttaka var afar góð en um 100 manns sóttu fundinn. Nú þegar við höfum prófað þennan vettvang til miðlunar sjáum við fram á að nýta hann enn betur til að koma upplýsingum um verkefnið á framfæri.

Líkt og komið var inná á fundinum hvetjum við ykkur til að fylgja okkur á Facebook  og kynna ykkur hópana okkar tvo:

  • Græn skref – Samráðsvettvangur
    Vettvangur fyrir stofnanir í Grænum skrefum til að leita ráða hjá hvorri annarri og deila með sér hugmyndum af góðum leiðum og lausnum til að ljúka aðgerðum.
  • Græn skref – Nytjamarkaður
    Nytjamarkaður fyrir ríkisstofnanir til að koma hlutum aftur í notkun hjá öðrum. Aðeins ríkisstofnanir geta auglýst hluti en allir geta keypt eða fengið hlutina.

Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum og nálgast erindin á pdf formi.

 

Fréttir af Grænu skrefunum – Hildur Harðardóttir
Grænt bókhald og Gagnagáttin – Birgitta Steingrímsdóttir
Loftslagsstefna og leiðbeiningar Umhverfisstofnunar – Ásdís Nína Magnúsdóttir