Listi yfir umhverfisvottuð gistirými og fundaraðstöðu

Í Grænu skrefunum leggjum við áherslu á að stofnanir velji umhverfisvottuð gistirými og fundaraðstöðu, bæði hérlendis og erlendis. Með því drögum við úr umhverfisáhrifum af viðburðum og ferðum á vegum stofnunarinnar og styðjum við fyrirtæki sem standa sig vel í umhverfismálum.

Eftirfarandi aðgerðir má finna í flokknum Viðburðir og fundir í skrefi 3 og 4:

  • Við val á ráðstefnu- og fundarrými er valinn aðili með umhverfisvottun t.d. Svansvottun eða umhverfisstjórnunarkerfi s.s. ISO140001 vottun.
  • Við val á gistirými, bæði erlendis og innanlands, er lögð áhersla á að velja staði með umhverfisvottun á borð við Svaninn, Evrópublómið, Græna lykilinn (Green Key), gullmerki Vakans, ISO14001 eða sambærilega vottun.

Við höfum tekið saman lista yfir gisti- og fundarrými sem uppfylla ofangreindar kröfur til að auðvelda ykkur vinnuna. Listann er að finna undir Vinnugögn hér á síðunni ásamt ýmsu öðru ítarefni.