Óskað eftir tilnefningum til Bláskeljarinnar

Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til Bláskeljarinnar 2020. Viðurkenningin verður veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Viðurkenningin er hluti af aðgerðum umhverfis- og auðlindaráðherra til að draga úr neikvæðum áhrifum plastnotkunar. Henni er ætlað að draga fram það sem vel er gert og hvetja til nýsköpunar.

Bláskelin var fyrst afhent árið 2019 en þá hlaut Segull 67 Brugghús viðurkenninguna fyrir að nota bjórkippuhringi úr lífrænum efnum í stað plasts.

Nánari upplýsingar um tilnefningar má nálgast á heimasíðu Umhverfisstofnunar.