Gljúfrasteinn er nýr þátttakandi í Grænum skrefum

Gljúfrasteinn í Mosfellssveit var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans um hálfrar aldar skeið. Íslenska ríkið keypti húsið árið 2002, þegar öld var liðin frá fæðingu skáldsins, og tveimur árum síðar var það opnað almenningi. Húsið er safn Halldórs Laxness þar sem heimili og vinnustaður hans eru látin haldast óbreytt. Á safninu starfa 4 starfsmenn. Við erum spennt fyrir samstarfinu og bjóðum ykkur velkomin til leiks!