Upptaka og glærur af fyrirlestri um lífræna framleiðslu

Þann 2. desember hélt Berglind Häsler, verkefnastjóri Lífræns Íslands, fyrirlestur fyrir þátttakendur Grænna skrefa á Teams. Erindið var afar áhugavert og vel sótt og ljóst að stofnanir hins opinbera geta gengt veigamiklu hlutverki þegar kemur að því að greiða götu lífrænnar framleiðslu með því að búa til eftirspurn eftir slíkum vörum. Eins og Berglind kom inn á í erindi sínu eru margar ástæður fyrir því að við ættum að velja lífræn matvæli fram yfir önnur:

– Enginn tilbúinn áburður
– Engir hormónar
– Ekkert eitur
– Strangir framleiðsluferlar
– Vottun háð eftirliti
– Mikilvægt á tímum loftlagsbreytinga
– Varðveitir líffræðilega fjölbreytni

Í uppfærðum aðgerðum Grænna skrefa verður meiri áhersla lögð á lífræn matvæli og það sama má segja um uppfærð umhverfisskilyrði fyrir innkaup matvæla samkvæmt Innkaupastefnu matvæla fyrir ríkisaðila. Á heimasíðu Lífræns Íslands má nálgast lista yfir íslenska framleiðendur lífrænt vottaðra vara og hér getið þið lesið ykkur til um lífrænar vottanir.

Hér að neðan finnið þið bæði glærur og upptöku af fyrirlestrinum:

Lífrænt Ísland – Berglind Häsler