Menntasjóður námsmanna stígur 1. skrefið

Birgitta Steingrímsdóttir frá Umhverfisstofnun afhenti þeim Helgu Sigurðardóttur og Ernu Margréti Valbergsdóttur sem fara fyrir umhverfisteymi Menntasjóðsins, viðurkenningu fyrir 1. skref.

Menntasjóður námsmanna skráði sig til leiks í Grænu skrefin í lok ágúst og hefur nú fengið viðurkenningu fyrir innleiðingu á 1. skrefinu. Eins og fram kom í ávarpi Hrafnhildar framkvæmdarstjóra hefur verið hugað að umhverfismálunum hjá Menntasjóðnum um langt skeið og margar aðgerðir í fyrsta skrefi reyndust nú þegar uppfylltar þegar á hólminn var komið.

Góð flokkunaraðstaða er til staðar á kaffistofu þar sem tunnur eru vel merktar og leiðbeiningar um rétta flokkun eru sýnilegar. Fyrir gesti og starfsmenn sem mæta hjólandi er góð aðstaða til að læsa hjólum, áminningarmiðar hafa verið settir upp til að minna starfsfólk á að slökkva á ljósum, raftækjum og gluggum og passað er upp á kaupa einungis umhverfisvottuð ræsti- og hreinsiefni.

Til hamingju með árangurinn og gangi ykkur vel með næsta skref!