Íslenska óperan skráir sig til leiks

Íslenska óperan setur reglulega upp vandaðar og fjölbreyttar óperusýningar og hefur öðlast mikilvægan sess í menningarlífi okkar Íslendinga. Stofnunin er staðsett í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík. Fastir starfsmenn eru 5 talsins en fjöldi verkefnaráðinna starfsmanna eykst verulega þegar æfingar og undirbúningur sýninga hefst og getur orðið hátt á annað hundrað. Við bjóðum Íslensku óperuna hjartanlega velkomna til leiks í Grænu skrefin og hlökkum til að skerpa á umhverfismálunum með ykkur!