Grænt upplýsingaborð

Tengiliðir Grænna skrefa hafa fengið boð í tölvupósti á opið upplýsingaborð á Teams sem haldið verður næsta miðvikudag, þann 17. nóvember kl. 13:30-15:30.

Innan þessa tímaramma mun starfsfólk Grænna skrefa vera tilbúið að svara öllum spurningum er við koma Grænu skrefunum, loftslagsstefnum og aðgerðaráætlunun. Opið upplýsingaborð (e. help-desk) er með því fyrirkomulagi að fólk getur farið inn og út eftir þörfum og ekki verður nein skipulögð dagskrá, tengiliðum gefst einfaldlega tækifæri á að spyrja að því sem kann að vefjast fyrir þeim í innleiðingu Grænna skrefa og loftslagsstefnugerð.

Við hvetjum tengiliði Grænna skrefa til að nýta þetta tækifæri til að spyrja spurninga. Það er fyrirsjáanlegt að það verði meira að gera hjá okkur í Grænu skrefunum eftir því sem nær dregur áramótum. Við minnum á að allir ríkisaðilar eiga að vera búin að setja sér loftslagsstefnu og aðgerðaáætlun fyrir árslok og samkvæmt loftslagsstefnu Stjórnarráðsins eiga allar stofnanir að vera búnar með öll skrefin á sama tíma.