Náttúruhamfaratrygging Íslands klárar skrefin fimm!

Náttúruhamfaratrygging Íslands skráðu sig til leiks í byrjun september 2021 og eru nú búin með öll fimm skrefin. Fyrsta skrefinu luku þau fyrir tæpum mánuði og á fimmtudaginn sl. kláruðu þau úttekt á rest. Þau hafa ráðist í verkefnið af krafti og gert þær breytingar sem þarf á ótrúlega stuttum tíma. Þau hafa meðal annars fengið rafmagnshjól til afnota fyrir starfsfólk, tekið í gildi samgöngusamninga og sett upp skiptibókahillu á skrifstofunni frá því að vinna við skrefin hófst.

Við óskum Náttúruhamfaratryggingu Íslands innilega til hamingju með skrefin fimm og hlökkum til að fylgjast með með þeim áfram!