Umboðsmaður barna stígur 2. skrefið

Umboðsmaður barna hefur nú fengið tvö græn skref. Þau hafa lagt mikla vinnu í skrefin og meðal annars sett sér metnaðarfulla loftslagsstefnu með 40% samdráttarmarkmiði á stöðugildi fyrir árið 2030 miðað við árið 2018, gert innkaupagreiningu og lagt áherslu á valmöguleika fyrir grænkera á fundum og viðburðum, með stefnu á að það verði eingöngu á næstu mánuðum.

Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til að sjá þau stíga næstu skref!