Nýtt myndband Grænna skrefa

Nýtt kynningarmyndband Grænna skrefa er komið út. Myndbandið er hugsað til þess að auðvelda teymi Grænna skrefa innan stofnana til þess að kynna verkefnið fyrir samstarfsfólki sínu og er tilvalið að sýna það á starfsmannafundi. Í myndbandinu er farið yfir hver tilgangur Grænna skrefa er, ásamt yfirferð á flokkunum sem aðgerðirnar skiptast í.

Myndbandið má sjá hér að neðan og má einnig finna niðurhlaðanlegt í vinnugögnum.