Entries by Þorbjörg Sandra Bakke

Menntaskólinn við Sund fær 3&4 skrefið

Þann 9. desember varð Menntaskólinn við Sund fyrstur allra framhaldsskóla til að hljóta þriðja og fjórða skrefið. Menntaskólinn við Sund var einnig fyrstur allra framhaldsskóla til að skrá sig í Grænu skrefin og hljóta fyrsta og annað skrefið.   Menntaskólinn við Sund býr vel að því að þar eru bæði fróðir kennarar og áhugasamir nemendur. […]

Mennta- og menningarmálaráðuneytið stígur 3. og 4. skrefið

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hlaut í dag þriðja og fjórða Græna skrefið sitt. Mikill metnaður hefur verið lagður í vinnuna við Grænu skrefin undanfarna mánuði og því mikil gleði sem ríkti í innleiðingarhópnum þegar þetta var orðið staðfest. Það er gott þegar ráðuneyti ná áföngum eins og þessum enda mikilvægt að þau séu góð fyrirmynd fyrir […]

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum með fyrsta skrefið

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur nú stigið sitt fyrsta skref bæði á skrifstofu sinni og í starfsaðstöðu í þjóðgarðinum sjálfum. Viðurkenningarathöfn fór fram í fjarfundi og kom þar fram að þetta er mikilvægt skref fyrir starfsemina. Við óskum þeim til hamingju og vitum að næsta skref er rétt handan við hornið.      

Menntaskólinn á Tröllaskaga með fjögur skref

Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur nú lokið við fjögur Græn skref. Menntaskólinn leggur mikið upp úr því að vera framarlega á sviði umhverfismála og vinnur flott umhverfisstarf í bæði Grænum skrefum og Grænfánanum. Í starfi sínu horfir skólinn til sinna beinu umhverfisáhrifa með það að marki að draga úr þeim en leggur einnig mikið uppúr umhverfisfræðslu […]

Þjóðskrá Íslands komin með fjögur skref!

Í ársskýrslu Þjóðskrár, sem kom út í júlí á þessu ári, kom fram að stofnunin steig nýverið sitt annað skref. Og nú, minna en 6 mánuðum seinna, er stofnunin búin að arka áfram og bæta við sig þriðja og fjórða skrefinu. Til hamingju! Í áðurnefndri ársskýrslu Þjóðskrár Íslands kom fram að 76% af úrgangi stofnunarinnar […]

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra stígur 3. skrefið

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra skráði sig í verkefnið í lok september á þessu ári og hefur á undraverðum tíma lokið við fyrstu þrjú skrefin! Skólinn hefur gert greiningu á sorpmálum skólans og unnið að því að bæði draga úr myndun úrgangs en jafnframt að koma honum til endurvinnslu og endurnýtingar. Við óskum þeim innilega til hamingju […]

Grænir sveinar koma arkandi til byggða

Það eru ekki bara stofnanir í ríkisrekstri og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins sem eru í óðaönn við að taka Græn skref. Jólasveinarnir hafa nefnilega tekið sig í gegn og arka núna grænum skrefum til bæja. Sem hluti af stefnumótunar– og ímyndarvinnu jólasveinanna hafa þeir ákveðið að taka upp ný og grænni nöfn:    Hleðslustaur kemur fyrstur með rafmagnaða orku  Ruslaplokka er iðin við að […]

Fjórða og fimmta skrefið í höfn hjá Dómsmálaráðuneytinu og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðurneytinu!

Þann 4. desember síðastliðinn hlutu Dómsmálaráðuneytið og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið fjórða og fimmta skrefið samtímis. Dómsmálaráðuneytið og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið skráðu sig til leiks í nóvember 2018 og fengu fyrstu þrjú skrefin á einu bretti í ágúst 2019. Þau hafa því tekið Grænu skrefin föstum og öruggum tökum.   Samvinna þessara tveggja ráðuneyta hefur verið […]

Fiskistofa komin með 1. skrefið!

Fiskistofa lauk fyrsta græna skrefinu á öllum sínum starfsstöðvum – Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, Ísafirði, Höfn og Akureyri – nú í haust og stefna ótrauð áfram. Vegna faraldursins fóru úttektirnar fram í gegnum fjarfundabúnað og einnig viðurkenningarafhendingin eins og sést á meðfylgjandi mynd. Græna teymið hjá Fiskistofu samanstendur af tengiliðum á hverri starfsstöð sem hafa tekið verkefninu […]

Háskólinn á Akureyri stígur tvö Græn skref

Háskólinn á Akureyri lauk í dag við fyrsta og annað Græna skrefið og var því fagnað í viðurkenningarathöfn sem fór fram í gegnum vefinn. Það er komin hefð fyrir því að hafa umhverfismálin á bak við eyrað í starfi skólans en Grænu skrefin eru ágætis viðbót við það sem þegar hefur unnist. Fram kom í […]

Tryggingastofnun komin með þrjú skref

Tryggingastofnun hlaut nýlega viðurkenningu fyrir 2. og 3. Græna skrefið sitt. Stofnunin skipti nýlega um húsnæði og voru Grænu skrefin höfð til hliðsjónar í því ferli, sem kemur vel út fyrir umhverfisstarfið. Það er mikill kraftur í þeim starfsmönnum sem sjá um innleiðingu svo það verður gaman að fylgjast með næstu skrefum hjá þeim. Við […]