Fjórða og fimmta skrefið í höfn hjá Dómsmálaráðuneytinu og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðurneytinu!

Þann 4. desember síðastliðinn hlutu Dómsmálaráðuneytið og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið fjórða og fimmta skrefið samtímis. Dómsmálaráðuneytið og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið skráðu sig til leiks í nóvember 2018 og fengu fyrstu þrjú skrefin á einu bretti í ágúst 2019. Þau hafa því tekið Grænu skrefin föstum og öruggum tökum.

 

Samvinna þessara tveggja ráðuneyta hefur verið til fyrirmyndar. Umhverfis- og loftslagsmálin eru einmitt þess eðlis að samvinnu er krafist til að vel takist til.

 

Á mynd má sjá ráðuneytisstjóra Dómsmálaráðuneytisins, Hauk Guðmundsson,  og ráðuneytisstjóra Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, Ragnhildi Hjaltadóttir,  taka á móti viðurkenningu Grænna skrefa fyrir hönd sinna ráðuneyta.

 

Við óskum þeim kærlega til hamingju með árangurinn og þökkum fyrir gott samstarf!