Háskólinn á Akureyri stígur tvö Græn skref

Háskólinn á Akureyri lauk í dag við fyrsta og annað Græna skrefið og var því fagnað í viðurkenningarathöfn sem fór fram í gegnum vefinn.

Það er komin hefð fyrir því að hafa umhverfismálin á bak við eyrað í starfi skólans en Grænu skrefin eru ágætis viðbót við það sem þegar hefur unnist.

Fram kom í orðum rektors og annars starfsfólks sem tók til máls á athöfninni að það er mikill metnaður til að gera enn betur svo við hlökkum til að fylgjast með framhaldinu.

Við óskum Háskólanum á Akureyri til hamingju með skrefin tvö!