Mennta- og menningarmálaráðuneytið stígur 3. og 4. skrefið

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hlaut í dag þriðja og fjórða Græna skrefið sitt.

Mikill metnaður hefur verið lagður í vinnuna við Grænu skrefin undanfarna mánuði og því mikil gleði sem ríkti í innleiðingarhópnum þegar þetta var orðið staðfest.

Það er gott þegar ráðuneyti ná áföngum eins og þessum enda mikilvægt að þau séu góð fyrirmynd fyrir allar þær undirstofnanir sem með þeim starfa.

Við óskum þeim kærlega til hamingju með árangurinn og hlökkum til áframhaldandi samstarfs!