Entries by Þorbjörg Sandra Bakke

Landsvirkjun Mývatnssvæði klífa fimm skref í einu

Við viljum óska Landsvirkjun Mývatnssvæði með að hafa tekið fimm Græn skref. Landsvirkjun Mývatnssvæði á sérstakt hrós skilið fyrir að taka öll skrefin í einu. Oft er sagt að það sé eins og að borða fíl að sinna umhverfisstarfi. Og hvernig borðar maður fíl? Jú einn bita í einu. Grænu skrefin eru hönnuð til þess […]

Grænt skref Skattsins

Fyrsta Græna skrefið hefur nú verið stigið hjá Skattinum. Það voru aðalstöðvarnar á Laugavegi sem reið á vaðið og kláraði fyrsta Græna skrefið af fimm í gær. Í kjölfarið munu aðrar starfsstöðvar stíga skrefið en Skatturinn starfar á 14 stöðum á landinu. Mikil áhersla hefur verið lögð á að vanda til verka og starfsmanni Grænna skrefa […]

Hugverkastofan fær afhent 1. Græna skrefið

Við óskum Hugverkastofu til hamingju með að hafa stigið 1. Græna skrefið. Til að taka fyrsta skrefið hefur Hugverkastofan meðal annars farið sparlega með rafmagn og pappír, flokkað vel og vandlega og notað vistvænar hreinsivörur. Hjá Hugverkastofu er góð aðstaða fyrir hjólafólk þar sem þau eru bæði með hjólaboga fyrir aftan húsið fyrir starfsmenn og […]

Aðalbygging HÍ nær 3a Græna skrefinu

Í gær fékk Aðalbygging HÍ afhenda viðurkenningu fyrir að taka 2 og 3 Græna skrefið, en skrefunum var formlega náð í lok árs 2020. Innilega til hamingju! Í tilefni tók Kristinn Ingvarsson ljósmyndari mynd af því þegar ég (Gró) afhendi rektori Jóni Atla Benediktsyni formlega viðurkenningarskjalið. Fyrir aftan þau eru frá vinstri: Jón Sigurður Pétursson, […]

Nýr gátlisti Grænna skrefa!

Grænu skrefin hafa undirgengist yfirhalningu og birtum við nú með stolti nýjan gátlista Grænna skrefa. Yfirhalningin hófst um vorið 2020 og var samráðs gætt m.a. á Morgunfundi Grænna skrefa þann 21. október síðastliðinn. Það kennir ýmissa grasa í nýju skrefunum en nokkrar aðgerðir voru teknar út, sumar tóku minniháttar breytingum og svo má einnig finna […]

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra stíga Græn skref!

Við bjóðum Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra velkomin í Grænu skrefin!   Hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra starfa 28 starfsmenn og sinna þau m.a. rannsóknum, ráðgjöf, kennslu og veita túlkaþjónustu. Miðstöðin hefur verið starfrækt frá 1990 og er hlutverk þeirra að stuðla að því að fólk sem reiðir sig á íslenskt táknmál til samskipta geti sótt […]

Vegagerðin í Borgartúni klárar 3. skrefið!

Það er viðeigandi að Vegagerðin í Borgartúni fagni nýju ári með því að halda upp á að þeir kláruðu þriðja græna skrefið sitt rétt fyrir jól. Áramótin gefa okkur nefnilega tækifæri til að horfa bæði tilbaka og fram á veginn. Vegagerðin getur því bæði horft stolt um öxl og haldið ótrauð áfram. Til að fagna […]

Samræmdar merkingar í sorpflokkun

Loksins er komið samræmt flokkunarkerfi á íslensku! Við hvetjum stofnanir sem og aðra til nýta sér samræmdar merkingar fyrir flokkunina sína. Fagráð um endurnýtingu og úrgang (Fenúr) hefur þýtt og staðfært samræmt norrænt merkingakerfi fyrir flokkun úrgangs. Merkingarnar byggja á dönskum úrgangsmerkingum og norrænu samstarfi um samræmdar merkingar í úrgangsmálum. Eins og fram kemur í […]

Menntaskólinn við Sund fær 3&4 skrefið

Þann 9. desember varð Menntaskólinn við Sund fyrstur allra framhaldsskóla til að hljóta þriðja og fjórða skrefið. Menntaskólinn við Sund var einnig fyrstur allra framhaldsskóla til að skrá sig í Grænu skrefin og hljóta fyrsta og annað skrefið.   Menntaskólinn við Sund býr vel að því að þar eru bæði fróðir kennarar og áhugasamir nemendur. […]