Tryggingastofnun komin með þrjú skref

Tryggingastofnun hlaut nýlega viðurkenningu fyrir 2. og 3. Græna skrefið sitt.

Stofnunin skipti nýlega um húsnæði og voru Grænu skrefin höfð til hliðsjónar í því ferli, sem kemur vel út fyrir umhverfisstarfið. Það er mikill kraftur í þeim starfsmönnum sem sjá um innleiðingu svo það verður gaman að fylgjast með næstu skrefum hjá þeim.

Við óskum Tryggingastofnun til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fagna með þeim í raunheimum þegar ástandið í samfélaginu leyfir.