Þjóðskrá Íslands komin með fjögur skref!

Í ársskýrslu Þjóðskrár, sem kom út í júlí á þessu ári, kom fram að stofnunin steig nýverið sitt annað skref. Og nú, minna en 6 mánuðum seinna, er stofnunin búin að arka áfram og bæta við sig þriðja og fjórða skrefinu. Til hamingju!

Í áðurnefndri ársskýrslu Þjóðskrár Íslands kom fram að 76% af úrgangi stofnunarinnar hafi verið endurunnin árið 2019. Í fyrra notuðu þau líka 150.000 færri prentuð blöð en 2016 og um 25.000 færri km voru eknir miðað við 2017. Og nú hafa þau þegar gengið enn lengra. Árið 2020 flokka þau meira en 80% af úrgangi sínum, skila grænu bókhaldi, velja umhverfisvænar vörur, styðja við vistvænar samgöngur,  og sjá til þess að viðburðir og fundir séu umhverfisvænir.

Stofnunin hefur líka staðið sig sérstaklega vel í stafrænum lausnum. Í raun byrjaði sú vegferð fyrir 10 árum síðar. Stafrænar lausnir spara ekki aðeins tíma og peninga heldur draga úr sóun, og eru því mikilvægar fyrir græna vegferð.

Afhendingin var að þessu sinni með Covid sniði og viðurkenningarskjölin eru á leiðinni í pósti. En við skemmtum okkur engu að síður vel og við óskum starfsmönnum öllum til hamingju með þennan árangur!