Entries by gre

Innleiðing aðgerða

Þessi aðgerð er í kaflanum um viðburði og fundi í skrefi 1, einhverjir hafa ekki alveg áttað sig á hvernig megi uppfylla hana en það er gert svona. Þegar sendir eru út auglýsingar um viðburði, námskeið eða stærri fundi að þá séu þátttakendur minntir á að betra sé að þeir komi á staðinn með umhverfisvænni hætti. […]

87% færri einnota plastflöskur hjá Alþingi

Já breytingarnar þurfa ekki að vera stórar til að geta skipt miklu máli. Þannig hefur ein sódavatnsvél leyst af hólmi helling af einnota plastflöskum. Eftir að sódavatnsvélin var sett upp hefur sala á sódavatni í einnota flöskum hrunið. Bæði starfsmenn og Alþingismenn hafa tekið vel í breytingarnar og fá sér frekar sódavatn í margnota flösku […]

Fyrsta skref Menntamálstofnunar

Viðurkenning fyrir fyrsta Græna skrefið var afhent Menntamálastofnun á föstudaginn s.l. Þar er flott umhverfisnefnd að störfum sem unnið hefur að innleiðingu verkefnisins. Hlökkum til frekari samstarfs 🙂

Bann á 10 einnota plastvörur?

Evrópuþingið samþykkti á dögunum að vinna að því að banna 10 tegundir af einnota plastvörum (diskar, hnífapör, plastglös, rör og hrærur, eyrnapinnar, blöðrupinnar, drykkjarflöskur, tappar, lok og plastumbúðir, sígarettufilterar, blautþurrkur og plastpokar og blöðrur). Þetta eru vörur sem þegar eru til umhverfisvænni staðgengivörur og þær vörur sem finnast helst sem rusl á ströndum. En um 50% […]

Fjölbrautaskólinn við Ármúla er komin í Grænu skrefin

Skólinn hefur lengi framfylgt metnaðarfullri umhverfisstefnu og hefur meðal annars fengið Grænfánann afhentann sex sinnum og tekur afgerandi afstöðu með umhverfisvænni samgöngum með því að selja aðgang að bílastæði skólans. Hlökkum til að vinna með þeim.

Alþingi tekur fyrsta skrefið

Alþingi bættist í dag í hóp stofnana sem hafa fengið viðurkenningu Grænna skrefa, en þau luku nú fyrsta skrefinu. Hjá Alþingi hefur áhugi á umhverfismálum aukist markvisst og getur starfsfólk vinnustaðarins verið stolt af áfanga dagsins. Þau ætla að halda ótrauð áfram með næstu skref. Meðal aðgerða sem Alþingi hefur innleitt eru:o Að bjóða uppá sódavatn […]

Isavia, Flugfjarskipti með 5 skref

Flugfjarskipti hjá Isavia voru fyrsta starfsstöðin þeirra til að ljúka innleiðingu á fimmta Græna skrefinu og einnig að fá vottun fyrir ISO 140001 umhverfisstjórnunarkerfi. Það hefur verið svo gaman að fá að vera með þeim í þessari vinnu enda innleiðingin gengið með eindæmum hratt og vel. Þau hafa til að mynda gengið lengra en flestir í […]

Óbyggðanefnd er nr. 62

Óbyggðanefnd er sjálfstæð úrskurðarnefnd sem starfar á grundvelli þjóðlendulaga og er hlutverk þeirra að skera úr um hvaða land er þjóðlenda og úrskurða um eignarréttindi. Nú ætla þau líka að taka á umhverfismálunum í rekstri sínum og verður gaman að fá að fylgjast með því. 

Neyslan er fíkn sem við viljum ekki láta lækna okkur af

Voru orð Stefáns Gíslasonar umhverfisstjórnunarfræðings í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2. Tilefnið var útgáfa skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna sem sendi mjög skýr skilaboð um að tafarlausra aðgerða væri þörf af hendi stjórnvalda í heiminum. Í raun sé ástandið enn alvarlegra en menn hafi áður haldið fram og nauðsynlegt sé að halda hlýnun jarðar undir […]

Hress hópur skógræktarfólks

Nú er úttektum á starfsstöðvum Skógræktarinnar (12 talsins) lokið með því að þær eru nú allar komnar með fyrsta Græna skrefið. Það var mjög gaman og hressandi að hitta starfsfólk stofnunarinnar enda mikið umhverfisfólk. Skógræktin er meðal annars farin að bjóða uppá flokkun úrgangs á tjaldsvæðum sínum á Vöglum og Hallormsstað, stöðugt er verið að […]

Zipcar enn einn valkosturinn í staðinn fyrir einkabílinn

Stjórnarráðið hefur gert samning við Zipcar deilibíla sem felur í sér hagstætt tilboð fyrir starfsfólk ráðuneytanna ef það þarf að sinna nauðsynlegum einkaerindum á vinnutíma. Með Zipcar deilibílum greiðir þú meðlimagjald og getur bókað bílinn í klukkutíma í senn. Þessi leið hvetur fólk enn frekar til að koma bíllaust til vinnu enda auðvelt að skreppa ef […]

Rafhjól og samgöngusamningar

Skipulagsstofnun endurskoðaði samgöngusamningana sína í sumar sem gerði það að verkum að 30% starfsmanna skráðu sig á slíkan samning. Í samanburði við aðra þá er það ansi hátt hlutfall og greinilegt að starfsmenn voru tilbúnir til að draga úr notkun á einkabílnum. Auk þess keypti stofnunin eitt rafhjól sem starfsmenn geta notað bæði til að […]