87% færri einnota plastflöskur hjá Alþingi

Já breytingarnar þurfa ekki að vera stórar til að geta skipt miklu máli. Þannig hefur ein sódavatnsvél leyst af hólmi helling af einnota plastflöskum. Eftir að sódavatnsvélin var sett upp hefur sala á sódavatni í einnota flöskum hrunið. Bæði starfsmenn og Alþingismenn hafa tekið vel í breytingarnar og fá sér frekar sódavatn í margnota flösku sem þau fengu að gjöf frá stofnuninni. Um það bil 240 flöskur voru keyptar í hverjum mánuði eða 2.800 árlega, en núna eru þær aðeins 30 flöskur eða 360 á ári. Þetta eru 87% færri einnota flöskur sem notaðar eru. Vel gert!