Hress hópur skógræktarfólks

Nú er úttektum á starfsstöðvum Skógræktarinnar (12 talsins) lokið með því að þær eru nú allar komnar með fyrsta Græna skrefið. Það var mjög gaman og hressandi að hitta starfsfólk stofnunarinnar enda mikið umhverfisfólk. Skógræktin er meðal annars farin að bjóða uppá flokkun úrgangs á tjaldsvæðum sínum á Vöglum og Hallormsstað, stöðugt er verið að skoða og bæta aðstæður skógarhöggsfólks með því að nota rafmagnssagir og er stofnunin t.d. að leita að rafmagnsbílum sem hægt er að nota á svæðum þeirra, oft við krefjandi aðstæður. Starfsfólk er einnig mjög nægjusamt og nýtið og nota mikið af afurðum skóganna til að búa til húsgögn, leiktæki og annað sem nýtist bæði þeim og gestum skóganna. Innilega til hamingju með fyrsta skrefið. 

Hér má sjá myndir af starfsmönnum Skógræktarinnar sem innleitt hafa verkefnið og tóku á móti viðurkenningunni. 

Skógræktin á Egilsstöðum

Skógræktin Hallormsstað

Skógræktin á Ísafirði

Skógræktin Vesturlandi (Hvanneyri og Hvammi)

Skógræktin Mógilsá

Skógræktin á Selfossi

Skógræktin Þjórsárdal

Skógræktin á Tumastöðum

Skógræktin í Vík