Rafhjól og samgöngusamningar

Skipulagsstofnun endurskoðaði samgöngusamningana sína í sumar sem gerði það að verkum að 30% starfsmanna skráðu sig á slíkan samning. Í samanburði við aðra þá er það ansi hátt hlutfall og greinilegt að starfsmenn voru tilbúnir til að draga úr notkun á einkabílnum. Auk þess keypti stofnunin eitt rafhjól sem starfsmenn geta notað bæði til að fara á fundi og til einkaerinda. Enda er það ótrúlega þægilegt að þurfa ekkert að hugsa um bílastæði og slíkt þegar farið er á milli húsa.