Innleiðing breytinga

Við þekkjum það öll að vera búin að senda út upplýsingar eftir upplýsingar en samt virðast hlutir ekki síast inn. Það er líka oft þannig að við síum út þau skilaboð og pósta sem við getum sleppt að setja okkur að fullu inní til að spara tíma. Það sem þá gerist er að þeir sem eru að innleiða breytingar upplifa uppgjöf og gremju yfir því að fólk hlusti ekki eða að breytingar festast ekki í sessi. Ein af lausnunum þegar ástandið er svona er að kenna fólki mann á mann á nýja tækni og upplýsa fólk um breytingar í beinu samtali. Hjá Umhverfisstofnun var bæði töluvert af nýju starfsfólki og ákveðin tregða við að nota rafbílinn enda í dag frekar fáir sem eiga slíka bíla og eru ekki vanir þeim. Umhverfisráð hélt því námskeið fyrir litla hópa þar sem fólk var kennt á bílinn og rafhleðslu auk þess að minna fólk á hjólin sem stofnunin á. Þessi nálgun á upplýsingagjöf hefur aukið  notkun á bílnum töluvert enda finnst fólki betra að spyrja beint heldur en að senda tölvupósta eða lesa tölvupósta um breytingar.