Entries by gre

Förum vel með orkuna okkar

Okkur finnst stundum eins og það skipti engu máli fyrir Íslendinga að spara rafmagn og hita. Þvert á móti getur oft verið um verulegan fjárhagslegan sparnað að ræða. Landsspítalinn eyðir 275 milljónum kr. á ári í rafmagn og hita, rafmagnsnotkun þeirra er á við 4.600 heimili og heitavatnsnotkun á við 1.600 heimili. Síðastliðin ár hefur Landspítalinn […]

Landsvirkjun í Grænu skrefin

Landsvirkjun hefur lengi vel unnið að því að draga úr umhverfisáhrifum starfsemi sinnar og stuðla að betri nýtingu orkuauðlindanna en nú ætlar fyrirtækið að taka betur til í umhverfismálum innan skrifstofurekstursins. Frábært að fá Landsvirkjun í hópinn og hlökkum við til að vinna með þeim.

Fyrsta Græna skrefið hjá Vegagerðinni

Vegagerðin hefur nú lokið fyrsta Græna skrefinu og var það unnið hratt og vel enda grunnurinn að umhverfisstjórnun vel á veg kominn hjá stofnuninni. Þau eru nú staðráðin í að halda áfram og innleiða fyrsta Græna skrefið á öllum sínum starfsstöðvum og halda síðan áfram með næstu skrefin. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, tók á móti viðurkenningunni frá […]

Fréttabréf Grænna skrefa

Fyrsta fréttabréf Grænna skrefa í ríkisrekstri er komið út. Í fréttabréfinu er hægt að skoða fyrstu niðurstöður úr Grænu bókhaldi ríkisstofnana, sagt frá norrænni viku um græn innkaup og síðan gefa Grænu skrefin nokkur góð ráð til þátttakenda. Fréttabréfið er hægt að nálgast hér.

Býður stofnunin ykkar upp á samgöngusamninga?

Í nýliðinni Samgönguviku fékk ÁTVR samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir að stuðla að vistvænum ferðamáta starfsmanna. ÁTVR er vel að þessari viðurkenningu komið enda nýtir sér stór hluti starfsmanna þeirra vistvænar samgöngur (sjá frétt). Einnig hefur verið markvisst unnið með þennan málaflokk hjá Umhverfisstofnun en þar nýta 43% starfsmanna sér heilsárssamgöngusamninga og 17% sumarsamninga (sjá frétt). Það væri […]

Niðurstöður könnunar um grænan ríkisrekstur birtar

Búið er að birta niðurstöður könnunar um grænan ríkisrekstur sem gerð var í vor meðal forstöðumanna ríkisstofnana. Helstu niðurstöður eru að umhverfisstarf hefur almennt aukist. Stofnanir hafi sett sér umhverfisstefnu og -markmið og flokka sorp í meira mæli en áður. Mikil aukning hefur orðið í gerð samgöngusamninga en í ár bjóða 42% stofnana starfsmönnum sínum […]

Vínbúðirnar eru komnar af stað

Fyrsta Vínbúðin til að hljóta viðurkenningu Grænna skrefa var Vínbúðin í Hveragerði sem í dag stóðst úttekt á tveimur Grænum skrefum. Til hamingju 🙂

Sýnileiki aðgerðanna

Það er mikilvægt svo starfsmenn viti hvernig verkefnið gengur og líka til að breiða boðskapinn til gesta, að hafa aðgerðirnar sýnilegar. Þá er hægt að nota ýmsar aðferðir t.d. setja þær upp eins og Vegagerðin gerir á þessari mynd eða setja skjölin frá Grænu skrefunum yfir aðgerðirnar upp á vegg og merkja þar við hvað er […]

Isavia er nýr þátttakandi í Grænu skrefunum

Isavia annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi ásamt því að stýra flugumferð á flugstjórnarsvæði Íslands. Hjá Isavia starfa 830 manns um allt land við mörg og margbreytileg verkefni. Nýjasta verkefni þeirra núna er að vinna með okkur að umhverfisvænni rekstri.

Skipulagsstofnun hefur lokið skrefi 2

Úttekt hjá Skipulagsstofnun lauk nú með afhendingu viðurkenningar fyrir að hafa lokið skrefi nr. 2. Markviss vinna hefur verið í gangi hjá stofnuninni við að innleiða hverja aðgerð af annarri s.s. flokkun, óska eftir visthæfum leigubílum, bjóða ekki upp á mat í smáumbúðum og fleira. Nú er bara að halda áfram og klára þriðja skrefið fljótt […]