Skipulagsstofnun hefur lokið skrefi 2

Úttekt hjá Skipulagsstofnun lauk nú með afhendingu viðurkenningar fyrir að hafa lokið skrefi nr. 2. Markviss vinna hefur verið í gangi hjá stofnuninni við að innleiða hverja aðgerð af annarri s.s. flokkun, óska eftir visthæfum leigubílum, bjóða ekki upp á mat í smáumbúðum og fleira. Nú er bara að halda áfram og klára þriðja skrefið fljótt og vel 🙂