Býður stofnunin ykkar upp á samgöngusamninga?

Í nýliðinni Samgönguviku fékk ÁTVR samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir að stuðla að vistvænum ferðamáta starfsmanna. ÁTVR er vel að þessari viðurkenningu komið enda nýtir sér stór hluti starfsmanna þeirra vistvænar samgöngur (sjá frétt). Einnig hefur verið markvisst unnið með þennan málaflokk hjá Umhverfisstofnun en þar nýta 43% starfsmanna sér heilsárssamgöngusamninga og 17% sumarsamninga (sjá frétt). Það væri gaman að heyra hvað aðrar stofnanir eru að gera, endilega sendið okkur línu.