Sýnileiki aðgerðanna

Það er mikilvægt svo starfsmenn viti hvernig verkefnið gengur og líka til að breiða boðskapinn til gesta, að hafa aðgerðirnar sýnilegar. Þá er hægt að nota ýmsar aðferðir t.d. setja þær upp eins og Vegagerðin gerir á þessari mynd eða setja skjölin frá Grænu skrefunum yfir aðgerðirnar upp á vegg og merkja þar við hvað er búið og hvað ekki. Notum hugmyndaflugið og gerum það sem hentar okkur best.